Tristan Freyr og María Rún Íslandsmeistarar í fjölþrautum

Um helgina voru krýndir Íslandsmeistarar í fjölþrautum í hörkukeppni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Unga fólkið er í mikilli bætingu og eitt aldursflokkamet leit dagsins ljós, hjá Tristan Frey Jónssyni í sjöþraut.

Úrslitin gefa góð fyrirheit fyrir keppni á RIG sem fram fer 4. febrúar í Laugardalshöll þar sem okkar fremstu frjálsíþróttamenn munu keppa.

Sjá nánara yfirlit að neðan yfir Íslandsmeistara helgarinnar:

  • Íslandsmeistari í sjöþraut karla varð Tristan Freyr Jónsson, á nýju aldursflokkameti 5596 stig.
  • Íslandsmeistari í fimmtarþaut kvenna varð María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH með 3869 stig.
  • Íslandsmeistari í sjöþraut pilta 18-19 ára varð Guðmundur Karl Úlfarsson úr Ármanni með 4737 stig.
  • Íslandsmeistari í sjöþraut pilta 16-17 ára varð Kolbeinn Tómas Jónsson úr ÍR með 4172 stig.
  • Íslandsmeistari í fimmtarþraut stúlkna 16-17 ára varð Helga Margrét Haraldsdóttir úr ÍR með 3608 stig.
  • Íslandsmeistari í fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri varð Hákon Birkir Grétarsson úr HSK / Umf Selfoss með 2245 stig.
  • Íslandsmeistari í fimmtaþraut stúlkna 15 ára og yngri varð Elísa Sverrisdóttir úr Fjölni með 2778 stig.

Frekari úrslit má finna í mótaforriti FRÍ: http://tinyurl.com/thraut2017