MÍ 11-14 ára í Kaplakrika um helgina

Það verður stemmning í Kaplakrika um helgina þar sem fram fer Meistaramót Íslands innanhúss í flokki 11-14 ára. Um 300 krakkar eru skráðir til leiks og án efa eiga mörg met eftir að falla. Keppni hefst klukkan 10:00 báða dagana. Við hvetjum alla til að mæta til að fylgjast með íþróttafólki framtíðarinnar. Góða skemmtun