64. Frjálsíþróttaþing

Penni

< 1

min lestur

Deila

64. Frjálsíþróttaþing

Dagana 15.-16. mars var 64. Frjálsíþróttaþing haldið í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Heimamenn í UMSS tóku vel á móti þingfulltrúum allsstaðar að af landinu og var þingið sérlega starfssamt en fyrir lágu 29 tillögur um hin ýmsu málefni frjálsíþrótta.

Við setningu þings fluttu góðir gestir ávörp, minnst var látinna félaga og sýndar svipmyndir úr starfinu. Þingforsetar voru heimamennirnir og nafnarnir Gunnar Sigurðsson og Gunnar Þór Gestsson en þingritari Rannveig Oddsdóttir frá Akureyri. Þá var framúrskarandi fólk heiðrað, líkt og getið er um í sérstakri frétt hér á síðunni. Sjá hér.

Auk laga og reglugerðarbreytinga fór fram á þinginu kröftug umræða um framþróun íþróttarinnar. Hvernig efla má félög landsins, þjónusta enn betur hlaupahópa og tryggja skráningu einstaklinga jafnt sem hópa í hreyfinguna.

Í skýrslu stjórnar kom fram að sambandið var rekið með lítilsháttar hagnaði árið 2023 eftir mjög erfitt rekstrarár árið 2022.

Að loknu góðu þingi var það því samstíga og sáttur hópur sem kvaddi Sauðárkrók í blíðskaparveðri laugardaginn síðastliðinn, reiðubúinn að byggja upp frjálsíþróttastarf um allt land.

Þinggerð má finna hér.

Ársskýrslu 2022-2024 má finna hér.

Glærur þings með helstu upplýsingum sem fram komu á þingi má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

64. Frjálsíþróttaþing

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit