67 ár frá silfurverðlaunum Vilhjálms á Ólympíuleikunum

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

67 ár frá silfurverðlaunum Vilhjálms á Ólympíuleikunum

Í dag eru liðin 67 ár síðan Vilhjálmur Einarsson keppti á Ólympíuleikum í Melbourne í Ástralíu og vann þar til silfurverðlauna í þrístökki. Stökk hans upp á 16,26 metra var Ólympíumet í um tvær klukkustundir eða allt þar til Brasilíumaðurinn Da Silva stökk sigurstökk sitt. Enn þann dag í dag er Vilhjálmur eini Íslendingurinn sem sett hefur Ólympíumet.

Hann var einn af fremstu þrístökkvurum heims á árunum 1956-1962 og einnig á meðal fremstu langstökkvara í Evrópu.

Hans helstu afrek á ferlinum:

  • 2.sæti á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956
  • 3.sæti á Evrópumeistaramóti árið 1958
  • 5.sæti á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 þar sem hann stökk 16,37 metra
  • 6.sæti á Evrópumeistaramóti í Belgrad árið 1962

Vilhjálmur hefur reynst öðru íþróttafólki mikil fyrirmynd en hann var fyrstur manna til að vera kjörinn íþróttamaður ársins, þann 20. janúar 1956, en þá nafnbót hlaut hann alls fimm sinnum. Það hefur enginn leikið eftir.

Þess má geta að enn þann dag í dag á Vilhjálmur Íslandsmet í þrístökki utanhúss 16,70m en það setti hann árið 1960.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

67 ár frá silfurverðlaunum Vilhjálms á Ólympíuleikunum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit