61. Frjálsíþróttaþingið verður sett á morgun

61. Frjálsíþróttaþing fer fram í Smáranum í Kópavogi dagana 23. og 24. mars.

Þingsetningin fer fram á föstudaginn kl. 17:00. Við þingsetningu verða nokkrir félagar FRÍ heiðraðir sérstaklega. Í framhaldi af þingsetningu verður skýrsla stjórnar flutt og reikningar lagðir fram. Eftir matarhlé munu nefndir taka til starfa við að vinna úr þeim fjölmörgu tillögum sem liggja fyrir þinginu. Tillögur sem liggja fyrir þingi má finna hér. Athugið að þingið er rafrænt og því er mælt með því að hver og einn komi með eigin fartölvu.

Á laugardag munu nefndarstörf halda áfram og kosningar fara fram kl. 13:00.

Frjálsíþróttasamband Íslands hlakkar til að taka á móti öllum þingfulltrúum, gestum og nefndarmeðlimum sem munu sitja á þinginu og býður þau hjartanlega velkomin.