600 keppendur á Silfurleikum ÍR í frjálsíþróttum 5

Silfurleikar ÍR í frjálsíþróttum verða haldnir í 13. skipti á laugardag í Laugardalshöll. Mótið er haldið árlega til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarsson í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956.
 
 
Gríðarlega þátttökuaukning hefur orðið í mótinu síðustu þrjú árin en að þessu sinni er metþátttaka eða rúmlega 600 keppendur. Á síðustu árum hefur þátttakan aukist um 100% en árið 2005 þegar mótið var í fyrsta sinn haldið í nýju frjálsíþróttahöllinni í Laugardal kepptu 300 börn og unglingar.
Keppendur koma frá 20 félögum og samböndum allstaðar að að landinu en keppt er í aldursflokkum frá 16 ára og niður í 8 ára og yngri. Flestir keppendur koma frá ÍR eða rúmlega 200 semer fjölmennasti keppendahópur sem félag hefur sent til keppni á eitt mót í sögu frjálsíþrótta á Íslandi. FH-ingar mæta með 71 keppanda, Breiðablik með 59, Fjölnir 53, Afturelding 51 og Ármenningar með 44.
Allir þátttakendur í flokkum 10 ár og yngri fá viðurkenningu fyrir þátttöku en þrír fyrstu í hverri grein í flokkum 11-16 ára vinna til verðlauna fyrir sína afrek.
Keppnin mun standa yfir frá kl. 9:00-17:00 laugardaginn 22. nóvember.
 
 
Um 80 manns starfa að framkvæmd mótsins sem Frjálsíþróttadeild ÍR stendur fyrir .
 
Nánari upplýsingar: Þráinn Hafsteinsson í síma 863-1700 eða á netfanginu: disathrainn@simnet.is
 
 

FRÍ Author