60. þing Frjálsíþróttasambands Íslands verður haldið dagana 30. apríl og 1. maí í Íþróttamiðstöð ÍSí í Laugardal.

1.  Sambandsaðilar skulu tilkynna FRÍ minnst þremur vikum fyrir þing um ályktunartillögur og tillögur að breytingum á reglugerðum (sjá þó 2. ml), sem þeir óska eftir að teknar verði fyrir á þinginu.
 
2.’Lagabreytingartillögur og tillögur að breytingum á keppnisreglum skulu hafa borist FRÍ minnst fjórum vikum fyrir þing.
 
3. Stjórn FRÍ skal tilkynna sambandsaðilum skriflega dagskrá þingsins og efni tillagna sem ræða á á þinginu í síðasta lagi tveimur vikum fyrir þing. Sigurður Haraldsson, Eiríkur Mörk og Fríða Rún hafa m.a. boðist til að samstilla tillögur félaganna þannig að þingstörf geti gengið með sem skilvirkastum hætti og margi endi ekki með að vinna sömu vinnuna. Og því ráðlegt að ráðfæra sig við þau fyrir tillögusmíði.
 
4. Þingið getur með 2/3 atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál sem komið er fram eftir að dagskrá þingsins var send sambandsaðilum
 
Sjá nánar
 
Lög FRÍ –  hér
 
Reglugerðir FRÍ – hér

FRÍ Author