6. Bikarkeppni FRÍ á morgun

Alls eru 153 keppendur skráðir þátttakendur frá þessum liðum og því sem næst allt okkar besta keppnisfólk mætir til þátttöku.
 
Í fyrra sigraði A lið ÍR bæði karla og kvennakeppnina og samanlagt líka. Í öðru sæti var lið Norðurlands og HSK í því þriðja. Miðað við frammistöðu keppenda á undanförnum mótum og skráningar, má búast við mjög spennandi keppni að þessu sinni.
 
Hægt er að fylgjast með mótinu á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author