59. FRÍ þing um helgina

Auk stjórnar og annarra embættismanna verður nýr formaður kosinn á þinginu, en Jónas Egilsson, fráfarandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri sambandsins, auk þess sem hann á sæti í stjórn Frjálsíþróttasambands Evrópu og er formaður Frjálsíþróttasambands evrópskra smáþjóða. Benóný Jónsson sem hefur verið varaformaður FRÍ sl. 4 ár og Einar Vilhjálmsson gefa kost á sér í formennskuna.
 
Þingið hefst kl. 13 í dag og lýkur síðdegis á morgun. Í kvöld þiggja þingfulltrúar kvöldverð í boði Akureyrarbæjar.

FRÍ Author