Á laugardaginn, 17. ágúst fer 57. Bikarkeppni FRÍ fram á Kópavogsvelli. Á síðastliðnu FRÍ þingi var samþykkt að keppt væri í fleiri tæknigreinum og því er bikarkeppni fullorðinna töluvert stærri í ár. Átta karlalið og sjö kvennalið eru skráð til leiks. Keppni hefst klukkan 10:00 og lýkur um 16:00. Tímaseðil og keppendalista má finna hér.
Hér eru liðin sem keppa í ár en það er keppt í karlakeppni, kvennakeppni og heildarstigakeppni.
Karlar | Konur |
---|---|
Ármann | – |
Breiðablik | Breiðablik |
FH A | FH A |
FH B | FH B |
Fjölni x UMSS | Fjölnir x UMSS |
HSK/Selfoss | HSK/Selfoss |
ÍR | ÍR |
UFA | UFA |
Lið FH-A sigraði í öllum flokkum í fyrra, gaman verður að sjá hvaða lið mun sigra í ár.
14. Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri
14. Bikarkeppni 15 ára og yngri fer einnig fram á laugardaginn á Kópavogsvelli en keppni þar hefst einnig klukkan 10:00. Sjö piltalið eru skráð til leiks og átta stúlknalið. Tímaseðil og keppendalista má finna hér.
Piltar | Stúlkur |
---|---|
Ármann | Ármann |
Breiðablik | Breiðablik |
FH A | FH A |
HSK/Selfoss | HSK/Selfoss |
HSK/Selfoss B | – |
ÍR | ÍR |
UFA | UFA |
UMSS | UMSS |