51. Bikarkeppni FRÍ

51. Bikarkeppni FRÍ fer fram í Kaplakrika, Hafnarfirði, laugardaginn 29. júlí nk.

Þátttökufrestur til að skrá inn lið fyrir mótið er 15. júlí (tveimur vikum fyrir mótið).

Þátttökurétt eiga öll félög er aðild eiga að ÍSÍ og fer skráning fram í gegnum Þór, mótaforrit FRÍ.

Keppnisgreinar:

Karlar: 100 m hl, 400 m hl, 1500 m hl, 110 m gr hl, 1000 m boðhlaup, hástökk, þrístökk, kringlukast og spjótkast

Konur: 100 m hl, 400 m hl, 1500 m hl, 100 m gr hl, 1000 m boðhlaup, langstökk, stangarstökk, kúluvarp og sleggjukast.