5. Víðavangshlauparöð Framfara hefst á morgun

Hlaupin eru fjögur og með sama sniði og undanfarin ár, hefjast kl. 11:00 á laugardagsmorgnum í september og október.
 
Um tvær vegalengdir er að ræða, 1km og 4km, og hefst styttra hlaupið á undan. Öll hlaup er unnt að hlaupa á gaddaskóm. Keppnisgjald er 500kr.
 
Eftirfarandi eru staðsetningar og dagsetningar:
 
27.sep: Hljómskálagarður
4.okt: Tún við Rannsóknarmiðstöðina að Keldum
18.okt: Hælistún í Kópavogi
25.okt: Borgarspítali
 
Stigakeppni er í flokkum karla og kvenna og veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjá einstaklinga í stigakeppninni að hlaupunum loknum. Heimilt er að taka þátt í báðum hlaupum á sama degi, þá gildir betri árangur hvers hlaupara til stiga.
Nánari upplýsingar um brautir og staðsetningar eru á www.hlaup.is
 

FRÍ Author