49 keppendur á NM unglina í fjölþrautum í Kópavogi um aðra helgi

Norðurlandameistaramót unglinga í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um aðra helgi, 13.-14. júní.
Lokaskráning keppenda liggur nú fyrir og eru alls 49 keppendur skráðir í mótið, en keppt er í þremur aldursflokkum í tugþraut karla og þremur aldursflokkum í sjöþraut kvenna. Aldursflokkarnir í keppninni eru:
17 ára og yngri, 18-19 ára og 20-22 ára. Svíar senda flesta keppendur til Íslands eða 17, Finnar koma með alls 12 keppendur, Norðmenn með 4 og Danir með 3.
 
Búið er að velja íslensku keppendurna og munu samtals 13 keppa fyrir Íslands hönd á mótinu um aðra helgi.
Eftirfarandi voru valdir:
20-22 ára:
Bjarni Malmquist Jónsson
Haraldur Einarsson
Fjóla Signý Hannesdóttir
 
18-19 ára:
Börkur Smári Kristinsson
Einar Daði Lárusson
Bjarki Gíslason
Helga Margrét Þorsteinsdóttir
 
17 ára og yngri:
Ingi Rúnar Kristinsson
Gísli Brynjarsson
Kristján Viktor Kristinsson
Sveinbjörg Zophoníasdóttir
María Rún Gunnlaugsdóttir
Dóróthea Jóhannesdóttir
 
Liðsstjórar/þjálfarar:
Karen Inga Ólafsdóttir, Gunnar Sigurðsson og Jón Sævar Þórðarson.
 
Það er frjálsíþróttadeild Breiðabliks sem sér um framkvæmd mótsins á Kópavogsvelli.
Hægt er að skoða endanlegan tímaseðil undir mótaskrá hér á síðunni og leikskrá verður sett um í mótaforritinu núna um helgina.

FRÍ Author