45. Bikarkeppni FRÍ um helgina

Bikarkeppnin var fyrst haldin árið 1966 og fyrstu sjö árin var eingöngu um sameiginlega stigakeppni karla og kvenna að ræða. Eins og áður sagði hafa bæði ÍR og FH sigrað keppnina í 18 skipti hvort félag. KR vann fyrstu fimm árin, en árið 1971 bar lið UMSK sigur úr býtum, þá ÍR í 16 ár í röð eða þar til 1988 að FH rauf þá sigurgöngu, rétt eins og ÍR sem rauf sigurgöngu FH í fyrra. HSK sigraði í tvígang, árin 1990 og 1993.

FH hefur sigrað karlakeppnina oftast eða í 20 skipti og ÍR 14 sinnum, KR, UMSS og Breiðablik í sitthvert skiptið. ÍR hefur liða oftast unnið kvennakeppnina eða í 13 skipti alls. FH 11 sinnum, Ármann sjö og HSK sex.

Tímaseðill Bikarkeppninnar er hér.

FRÍ Author