43. Bikarkeppni FRÍ hefst á föstudaginn – allir bestu með

FH ingar eru núverandi Bikarmeistarar FRÍ, en þeir sigruðu bæði í karla- og kvennaflokki í fyrra.
Lið FH hefur sigrað Bikarkeppnina 14 sinnum í röð eða frá árinu 1994 og alls 17 sinnum frá upphafi.
Liðin sex sem keppa í 1. deild að þessu sinni eru:
Breiðablik, Fjölnir/Ármann, FH, ÍR, HSÞ og UMSS (sem tók sæti HSK).
 
Lokastaða liða á sl. ári:
1. FH, 185 stig.
2. Breiðablik, 150 stig.
3. Fjölnir/Ármann, 140 stig.
4. ÍR, 129 stig.
5. HSÞ, 100 stig.
6. HSK, 72 stig.
 
Nú er verið að vinna að uppsetningu leikskrár fyrir keppnina og ætti hún að vera tilbúin á morgun.
Nánari upplýsingar þangað til s.s. tímaseðill eru að finna undir mótaskrá hér á síðunni.
 

FRÍ Author