Önnur úrslit dagsins

Arna Stefanía ÍR varð í 5.sæti í 400m á tímanum 56,42sek og Ívar Kristinn ÍR varð í 4.sæti í 400m á tímanum 49,25sek sem er bæting hjá honum. Arna var töluvert frá sínu besta sem er 55,48sek utanhús í ár og hún á síðan 54,73sek innanhús fyrr í ár.Hjá stelpunum var það Aino Paunonen fra Finnlandi sem sigraði á tímanum 55,64sek en hjá strákunum varð það Sondre Nyvold Lie frá Noregi á tímanum 47,79sek.
 
Dóróthea úr ÍR varð í 6.sæti með stökk uppá 11,88m sem er bæting uppá 33cm. Þetta er einnig lengsta stökk kvenna í ár.
 
Í 100m varð Dóra Hlín FH í 8.sæti á tímanum 12,94sek sem er aðeins frá hennar besta. Kolbeinn Höður UFA keppti í 100m og varð einnig í 8.sæti á tímanum 11,34sek sem er töluvert frá hans besta og var til að mynda mótvindur uppá -1,9m/s í þeirra hlaupi en var aðeins -0,3m/s hjá stelpunum.
 
Í hástökki stráka felldi Hreinn Heiðar HSK byrjunarhæðina sem var 1,90m.
 
Arna Ýr úr Breiðablik varð í 8.sæti í stangarstökki og fór yfir 3,45m sem er persónuleg bæting hjá henni. Frábær árangur og hún jafnaði þá ársbesta árangurinn í stangarstökki kvenna. Hulda úr ÍR var einnig búin að stökkva 3,45m í ár utanhús.
 
María Rún úr Ármanni keppti í spjótkasti og kastaði því 41,19m sem er einnig persónuleg bæting. Hún varð í 6.sæti.
 
Sindri Lárusson úr ÍR keppti í kúluvarpi (6kg) og lenti í 8.sæti með kast uppá 15,05m.Þetta er persónuleg bæting hjá honum.
 
Juan Ramon úr ÍR keppti í langstökki og endaði í 8.sæti með stökk uppá 6,29m. Vindurinn var greinilega mjög misjafn og var Ramon t.d. með mótvind uppá -1,7m/s í þessu stökki. Vindurinn var frá 1,6m/s og alveg í -3,2m/s.
 
Stelpurnar Arna Stefanía úr ÍR, Dóróthea úr ÍR, Dóra Hlín úr FH og Sveinbjörg úr USÚ urðu í 5.sæti í 4x100m á tímanum 48,49sek.  Íslandsmetið í 18-19 ára flokknum er 47,8sek á handtíma en rafrænt þá var metið 48,98sek sem ungkvennasveit FH átti.

FRÍ Author