4. Bikarkeppni FRÍ á sunnudag

Búast má við mjög spennandi keppni í 4. Bikarkeppni FRÍ innanhúss sem haldin verður sunnudaginn 28. febrúar í Laugardalshöll. Í fyrsta sinn sem keppnin var haldin bar Breiðablik sigur úr býtum, næst FH og ÍR í fyrra. Keppni hefur því verið jöfn og miðað við skráningar verður um mjög spennandi keppni að ræða.

Sjö lið eru skráð til keppni og 165 keppendur samtals. Liðin sem mæta til leiks eru: Sameiginlegt lið Norðurlands (UMSS, UMSE, UFA og HSÞ), Sameiginlegt lið Fjölnis og Ármanns, lið HSK/Umf. Selfoss, FH, Breiðabliks og A og B lið ÍR.

Öll liðin mæta með sína bestu keppendur og því sem næst allir bestu keppendur landsins eru skráðir til leiks í mótið, má þar nefna Ásdísi Hjálmsdóttur, Helgu Margréti Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Ingadóttur, Berg Inga Pétursson, Óðin Björn Þorsteinsson. Magnús Valgeir Gíslason, Barka Gíslason, Þorsteinn Ingvarsson og Einar Daða Lárusson svo örfáir séu nefndir.

Keppni í stangarstökki kvenna hefst kl. 13 og hlaupagreinar kl. 14, en keppni lýkur um kl. 16:30.

 
Hægt er nálgast upplýsingar um gang mála í keppni á sunnudag á heimasíðu FRÍ hér.

FRÍ Author