3 ungmenni á Junioren – Gala næstu helgi í Þýskalandi

 Keppnin sjálf er á laugardaginn og sunnudaginn; hér má sjá hvenær krakkarnir okkar keppa á staðartíma. (það er 2 tíma mismunur)

Laugardagur;

15:05; Sleggja kk; Hilmar 

15:25; 100m kk; Kolbeinn Höður. Undanúrslit

16;40; 400m kk; Kolbeinn Höður (bara eitt hlaup)

16:55; 400m kvk; Aníta (bara eitt hlaup)

17:20; 100m  (Úrslitahlaup A og B)

 Sunnudagur;

14:00; 200m kk; Kolbeinn Höður. (eitt hlaup)

15;15; 800m kvk; Aníta (eitt hlaup)

 

Við höfum verið í samstarfi við Frjálsíþróttasambandið í Þýskalandi með þessa ferð og er krökkunum boðið á þetta mót. Gott mót til að keppa sig í gang fyrir stóru mótin í sumar. Hilmar Örn og Aníta eru komin inná HM 17 ára og yngri sem er haldið í Dontsk í Úkraínu dagana 10.-14.júlí. Kolbeinn Höður er kominn með lágmörk inná EM 19 ára og yngri sem er haldið í Ríeti á Ítalíu dagana 18.21.júlí. Hilmar og Aníta hafa einnig náð lágmörkum inná EM 19 ára og yngri og munu fara beint frá HM 17 ára og yngri yfir á EM 19 ára og yngri. Það er því viðburðarríkt sumar hjá þessum ungu og efnilega frjálsíþróttafólki. 

FRÍ Author