35 keppendur skráðir á MÍ í fjölþrautum um helgina

Alls eru 35 keppendur skráðir til keppni á Meistaramótið í fjölþrautum um næstu helgi í Laugardalshöll, frá 11 félögum og héraðssamböndum. Keppt er í sjöþraut karla í þremur aldursflokkum og í fimmtarþraut kvenna og meyja.
Fjöldi skráðra keppenda í hverjum flokki er eftirfarandi:
Karlar 19 ára og eldri: 6
Drengir 17-18 ára: 4
Sveinar 16 ára og yngri: 10
Konur 17 ára og eldri: 3
Meyjar 16 ára og yngri: 12
 
Mótið hefst kl. 13:00 á laugardaginn með keppni í sjöþraut karla, drengja og sveina.
Á sunnudaginn kl. 13:00 verður svo seinni sjöþrautarinnar og þá keppa konur/meyjar einnig í fimmtarþraut.
Nú verður mótið sett upp í mótaforritinu og birt í síðasta lagi á morgun fimmtudag.
Það er frjálsíþróttadeild ÍR sem sér um mótið að þessu sinni.
 

FRÍ Author