22 ár liðin frá bronsverðlaunum Völu

Penni

< 1

min lestur

Deila

22 ár liðin frá bronsverðlaunum Völu

Í dag, 25. september, eru liðin 22 ár frá því að Vala Flosadóttir vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney. Vala varð þá þriðji Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum en það var Vilhjálmur Einarsson, silfurverðlaunahafi í þrístökki, sem varð fyrstur Íslendinga til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum.

Vala bætti sig þennan dag þegar hún stökk yfir 4,50 metra og setti þar með nýtt Íslands- og Norðurlandamet og bætti sinn persónulega árangur um 14 sentimetra. Hún leiddi keppnina um tíma en sú sem sigraði endaði á því að fara yfir 4,60 metra og silfurverðlaunahafinn, 4,55 metra. Þegar Vala var í eldlínunni í Sydney höfðu aldrei verið fleiri viðstaddir á einum viðburði í sögu Ólympíuleikana en alls voru 112.524 áhorfendur á leikvanginum sem var Ólympíumet.

Hún er fyrsta og eina íslenska konan til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Hún varð síðar á árinu kjörin íþróttamaður ársins 2000 af Samtökum íþróttafréttamanna.

Afreksferill Völu var glæsilegur. Á árunum 1995-1997 setti hún fimm heimsmet unglinga. Árið 1996 varð hún fyrsti Evrópumeistari sögunnar í stangarstökki kvenna á EM innanhúss aðeins 18 ára gömul. 

Hún varð í 2. sæti á evrópska unglingameistaramótinu árið 1997 og hafnaði í 3. sæti á EM innanhúss árið 1998. Sama ár setti hún tvívegis heimsmet í stangarstökki innanhúss. 

Árið 1999 varð hún Evrópumeistari 22 ára og yngri og silfurverðlaunahafi á HM innanhúss. 

Penni

< 1

min lestur

Deila

22 ár liðin frá bronsverðlaunum Völu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit