20 ár frá Íslandsmeti Einars Karls

Í dag eru liðin 20 ár frá Íslandsmeti Einars Karls Hjartarsonar í hástökki innanhúss sem stendur enn. Metið setti hann í Laugardalshöll 18. febrúar árið 2001 og er það einnig aldursflokkamet í 20-22 ára flokki. Einar fór 2,28 metra í annari tilraun og bætti eigið met um fjóra sentímetra. Einar átti góðar tilraunir við 2,30 metra sem var þá lágmark á EM. 

Í viðtali við Morgunblaðið sagði Einar meðal annars að hann hefði reiknað með að bæta metið en þó ekki um fjóra sentimetra og að tilraunirnar sínar við 2,30 hafi verið léttari en hann en hafði búist við og var hann hársbreidd frá hæðinni.

Sama ár sló Einar Íslandsmetið utanhúss, 2,25 metra og setti hann það á Smáþjóðaleikunum í San Marínó.