20. Stórmót ÍR í frjálsum um helgina

 Vala Flosadóttir kemur sérstaklega til landsins af þessu tilefni en sigurvegarar keppnisgreina fyrsta Stórmóts ÍR voru:Jón Arnar Magnússon sem sigraði í þríþrautarkeppni við Robert Zmelik Ólympíumeistara í tugþraut 1992 og Bandaríkjamanninn Ricky Barker. Þórdís Gísladóttir sem sigraði í hástökki í keppni við bestu kvenhástökkvara Norðurlanda. Ólafur Guðmundsson og Guðný Eyþórsdóttir sigruðu í 50m hlaupum karla og kvenna.
 
Afmælisathöfn verður haldin kl. 14:40 á laugardeginum þar sem þessir sérstöku gestir mótsins verða heiðraðir ásamt sjálfboðaliðum sem hafa starfað við mótið frá upphafi. Í kjölfar athafnarinna keppir besta frjálsíþróttafólks landsins í völdum greinum karla og kvenna.
 
 
Sjónvarpsþáttur verður gerður um sögu mótsins sem sýndur verður á RUV. Frábær þátttakka verður í mótinu. Þátttökumetið 820 keppendur frá í fyrra verður slegið hressilega því nú þega hafa 877 keppendur frá 34 félögum vítt og breytt af landinu skráð sig, Færeyjum og Bandaríkjunum. Auk íslensku keppendanna koma 63 keppendur frá þremur félögum í Færeyjum, Treysti, Hvirlan og Bragðið. Þá kemur einn keppandi frá Bandaríkjunum.
 
Tímaseðill og keppnisupplýsingar sjá  hér: 

FRÍ Author