18. Unglingalandsmót UMFI – Glæsilegt frjálsíþróttamót og yfir 280 persónulegar framfarir.

 Þökk sé skráningakerfi FRÍ og afreksskrá sambandsins, sem Friðrik Þór Óskarsson hefur borið hitan og þungan af að halda við og þróa um margra ára skeið, er í dag hægt að veita upplýsingar um framfarir einstaklinga í einstökum greinum með skilvirkum hætti. Eitt höfuð markmið frjálsíþróttastarfsins er að hlúa að persónulegum óskum hvers og eins með þátttöku sinni í frjálsíþróttum og fagna hverju framfaraskrefi á vegferð sérhvers einstaklings sem stefnir að því að bæta árangur sinn. Og gildir þá einu á hvað getustigi hver og einn er í samanburði við aðra. Einstaklingsmiðaðar framfarir á öllum getustigum er metnaðarmál frjálsíþróttahreyfingarinnar í landinu.  

FRÍ Author