146 ný met sett á nýliðnu ári

Atkvæðamestar í meistaraflokki voru þær Hafdís Sigurðardóttir UFA og Aníta Hinriksdóttir. Auk þess sem Hafdís bætti met Sunnu Gestsdóttur í langstökki bætti hún metin í 60 og 300 m hlaupum. Aníta bætti met sín í 800 og 1500 m hlaupum innanhúss og 800 m utanhúss. Hún var einnig í boðhlaupsveit ÍR sem sett sexfalt met utanhúss í 4×400 m hlaupi. Lands- og félagsmet í þremur aldursflokkum: kvennaflokki, 22 ára og 19 ára og yngri. Með henni í sveit voru þær Björg Gunnarsdóttir, Dóróthea Jóhannesdóttir og Arna Stefanía Guðmundsdóttir.
 
Hlaupakonurnar Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH og Aníta ÍR voru dulegastar með 31 og 28 met. Af karlmönnunum var Hilmar Örn Jónsson ÍR framtaksamastur með 24 met, en alls voru 30 einstaklingar og boðhlaupssveitir sem settu met á árinu. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA setti 10 met á árinu, þar af eitt í fullorðinsflokki, 400 m innanhúss.
 
Metin voru sett af einstaklingum úr 10 felögum víða að af landinu. Flest met settu keppendur ÍR eða 71 talsins eða nær helming allra meta á árinu. FH-ingar settu 39 met og Akureyringar 21 met.
 
Met utanhúss voru 92 á árinu og 54 innanhússmet. Sú staðreynd að utanhússmetum fjölgar meira, sýnir hve ný og bætt aðstaða skilar í bættum árangri, en þetta er svipaður fjöldi meta og undanfarin ár, eftir komu Laugardalshallarinnar. Fram að því voru um 70-75 met bætt árlega.
 
Myndin sem fylgir fréttinni er af Þórdísi Evu.

FRÍ Author