14 mótsmet sett á MÍ 15-22 ára um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram helgina 26.-27. ágúst sl. á Laugardalsvelli.

Veðrið setti strik í reikninginn á mótinu en það rigndi á köflum báða keppnisdagana og var talsverður vindur. Alls voru sett voru 14 mótsmet á mótinu en einnig var mikið um persónulegar bætingar.

ÍR sigraði heildarstigakeppnina og hlaut samtals 469,5 stig. Lið HSK/Selfoss hafnaði í 2. sæti með 373,5 og Breiðablik var í 3. sæti með 318,5. Rúmlega 230 keppendur tóku þátt á mótinu frá sautján liðum víðsvegar af landinu.

Hér má sjá mótsmetin sem sett voru um helgina:

 • Kjartan Óli Ágútsson Fjölni setti mótsmet í 800 m hlaupi pilta 15 ára er hann hljóp á tímanum 2:11,88 mínútum.
 • Máni Snær Benediktsson HSK/Selfoss setti mótsmet í 3000 m hlaupi pilta 15 ára er hann hljóp á tímanum 9:55,49 sekúndum.
 • Mikael Máni Freysson UÍA setti mótmet í þrístökki pilta 18-19 ára er hann stökk 13,24 m (+2,6 m/s).
 • Viktor Logi Pétursson Ármanni setti mótsmet í þrístökki pilta 15 ára er hann stökk 12,93 m (+4,6 m/s).
 • Bogey Ragnheiður Leósdóttir FH setti mótsmet í stangarstökki stúlkna 20-22 ára er hún stökk 3,30 m.
 • Elísabet Rut Rúnarsóttir ÍR setti glæsilegt Íslandsmet og mótmet í sleggjukasti stúlkna 15 ára er hún kastaði 52,41 m.
 • Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu setti mótsmet í kringlukasti stúlkna 16-17 ára er hún kastaði 35,77 m.
 • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR setti glæsilegt nýtt mótsmet í 100 m hlaupi stúlkna 16-17 ára er hún hljóp á tímanum 11,90 sek (+3,0). Hún setti einnig nýtt mótsmet í 200 m hlaupi stúlkna 16-17 ára er hún hljóp á tímanum 25,05 sek.
 • Hilda Steinunn Egilsdóttir FH setti nýtt mótsmet í stangarstökki stúlkna 18-19 ára er hún stökk 3,50 m.
 • Rut Tryggvadóttir ÍR setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og mótsmet í sleggjukasti stúlkna 16-17 ára er hún kastaði sleggjunni 57,21 m.
 • Boðhlaupssveit ÍR setti mótsmet í 4×100 m boðhlaupi stúlkna 16-17 ára er hún hjóp á tímanum 48,63 sek. Sveitin samanstóð af þeim Dagbjörtu Lilju Magnúsdóttur, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, Helgu Margréti Haraldsdóttur og Tiönu Ósk Whitworth.
 • Vigdís Jónsdóttir FH setti mótsmet í sleggjukasti stúlkna 20-22 ára er hún kastaði 58,61 m.
 • Þórdís Eva Steinsdóttir FH setti mótsmet í 800 m hlaupi stúlkna 16-17 ára er hún hljóp á tímanum 2:26,88 mínútum. Flottur tími hjá Þórdísi sem er að koma sterk til baka eftir meiðsli.

Glæsilegur árangur hjá þeim og það má svo sannarlega fullyrða að framtíðin í frjálsum er björt!

Hér má sjá öll frekari úrslit frá mótinu.