13 ára stúlka fékk sleggju í höfuðið í Bålsta

Þrátt fyrir þetta slys fór mótið fram eftir um tveggja tíma seinkun, en að sögn Eggerts Bogasonar þá fóru margir keppendur heim og tóku ekki þátt í keppninni, enda mikið áfall fyrir alla sem voru á vellinum í Bålsta og sáu hvað gerst hafi. Góðar líkur eru þó á að telpan nái fullum bata, en hún var flutt með þyrlu til Stokkhólms eftir slysið.
 
Aðstæður fyrir sleggjukastið í Bålsta voru góðar, en keppt var í tveimur hringjum á sama tíma og voru búr í kringum báða hringi, en keppni var hafin í unglingalfokki í öðrum hringnum og hafi Sænskur keppandi sett nýtt unglingamet og öll athygli keppenda var við það, en á meðan voru telpurnar að kasta upphitunarköst í hinum hringnum og fór eitt kastið út fyrir geirann með fyrrgreindum afleiðingum.
 
Það er ljóst að það er aldrei of varlega farið í þessu sambandi og eru mótshaldarar, þjálfarar og keppendur hér á landi hvattir til að huga vel að þessum málum og fylgja í hvívetna öllum öryggisreglum sem tryggja eiga öryggi keppenda, starfsmanna og áhorfenda á æfingum og á mótum.

FRÍ Author