11. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn – Skráning hafin

Undirbúningi fyrir 11. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn miðar vel áfram en mótið verður haldið dagana 1.-3. ágúst í sumar. Á mótinu verður keppt í frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu,
körfuknattleik, motocross, skák og sundi. Nánari upplýsingar um einstaka greinar og flokka í keppnsigreinum má sjá á heimasíðu mótsins www.ulm.is
 
Ragnar Sigurðsson, formaður Unglingalandsmótsnefndar, sagði í samtali við HSK fréttir að uppbygging mannvirkja sé að áætlun og verið sé að leggja gerviefni á hlaupabrautir þessa dagana og stefnt er að því að þeim framkvæmdum ljúki um helgina.
,,Það er í mörg horn að líta og fram að þessu hefur allt gengið samkvæmt áætlun.
Ég er með gott starfsfólk í kringum mig sem skiptir miklu máli,"
sagði Ragnar Sigurðsson formaður unglingalandsmótsnefndar í Þorlákshöfn í samtali við blaðið.
 
Fréttin er úr Fréttabréfi HSK

FRÍ Author