Yfirlýsing frá FRÍ

Þátttakandi á meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór í Kaplakrika 18.-19. júlí sl. greindist með Covid-19 í vikunni. Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví en þessir einstaklingar eru samkvæmt mati sóttvarnarlæknis og rakningarteymis í hááhættu. Aðrir þátttakendur og starfsmenn mótsins eru ekki taldir í hááhættu en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis biðja ykkur að gæta varúðar og huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar ertu beðinn að hafa samband við þína heilsugæslu á dagvinnutíma eða hringja í síma 1700.

Frjálsíþróttasamband Íslands er meðvitað um stöðuna og vinnur að því að gera viðeigandi ráðstafanir.

Frekari upplýsingar um COVID-19, ef engin veikindi eru til staðar, má finna á heimasíðunni covid.is og heimasíðu embættis landlæknis.