Yfirburðasigur hjá ÍR á Meistaramóti Íslands

Stærsta afrek mótsins samkvæmt stigakerfinu vann Kristín Birna Ólafsdóttir úr ÍR sem fékk 1.033 stig fyrir að koma í mark á 8,60 sekúndum í 60 metra grindahlaupi þar sem hún bætti sinn besta árangur.

Af körlunum náði Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ bestum árangri en hann fékk 1.031 stig fyrir að stökkva 7,55 metra í langstökki. Þorsteinn var reyndar hársbreidd frá því að ná lágmarki fyrir EM innanhúss, sem er 7,75 metrar, en gerði ógilt í lokastökki sínu sem var þó nokkuð lengra en sú vegalengd. 

 
Einar Daði Lárusson setti íslandsmet í sínum aldursflokki(20-22) í 60.grindarhlaupi þegar hann hljóp á 8,18.
 
A-sveit ÍR setti íslandsmet í 4*400m boðhlaupi þegar hún hlóp á 3:55.04 en sveitina skipuðu; Helga Þráinsdóttir, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, Kristín Birna Ólafsdóttir og Arna Stefanía Guðmundsdóttir.
 
 
(Hluti af frétt fengin af mbl.is) 

 


 
 
 
 
 

FRÍ Author