World Athletics birti skemmtilegt viðtal við Guðna Val Guðnason, Íslandsmeistara og Íslandsmetahafa í kringlukasti, á heimasíðu sinni í dag. Hann setur stefnuna á Ólympíuleikana í Tokyo sem fara fram í sumar eftir að hafa verið frestað árið 2020 vegna COVID-19.
Í greininni er farið yfir upphaf Guðna í frjálsum og ferilinn en einnig viðtal við hann um þau meiðsli og veikindi sem hann hefur þurft að glíma við.
Greinina er að finna hér.