Vormót HSK
Vormót HSK í frjálsum íþróttum verður haldið á Selfossvelli þriðjudagskvöldið 29. maí. Mótið hefst kl 19:00 og stendur til ca 21:30. Upphitun hefst kl 18:00. Mótið átti upphaflega að vera laugardaginn 19. maí en var frestað vegna veðurs.
Þáttttökuréttur
Keppt verður í karla- og kvennaflokkum og öllum er heimil þátttaka.
Keppnisgreinar
Keppnisgreinar verða sem hér segir:
Konur: 100 m- 300m- 800 m – 100m gr. – hástökk- langstökk- spjótkast- kúluvarp- sleggjukast, 4x400m boðhlaup.
Karlar: 100 m- 300 m- 800m- 110m gr.- þrístökk- langstökk – spjótkast- kúluvarp- sleggjukast, 4x100m boðhlaup.
Stúlkur 16-17 ára: Kúluvarp (3kg), spjótkast (500gr) (aukagrein).
Tímaseðill
Mótshaldari áskilur sér fullan rétt til breytinga á tímaseðli á mótsstað ef aðstæður og keppendafjöldi gefur tilefni til. Nafnakall fer fram á keppnisstað 10 mín fyrir keppni viðkomandi greinar.
Skráningarfrestur og skráningarfyrirkomulag
Skráningarfrestur er til kl. 24:00 sunnudaginn 27. maí nk. Skráningar berist beint inn á mótaforrit FRÍ. Þátttökugjald er 1500kr á grein og greiðist áður en mót hefst eða samkvæmt nánara samkomulagi. Best er að greiða þátttökugjaldið fyrirfram í heimabanka inn á reikning frjálsíþróttaráðs HSK: 0325-26-003003 kt. 681298-2589, sendið staðfestingu á netfangið hsk@hsk.is.
Skráningar sem höfðu borist fyrir upphaflegu dagsetningu mótsins haldast inni í mótaforritinu en þátttakendur geta að sjálfsögðu breytt sinni upphaflegu skráningu.
Verðlaun
Þrír efstu í hverri grein fá verðlaun.
Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Ólafsdóttir formaður frjálsíþróttaráðs HSK GSM 846-9775 eða á gudmunda89@gmail.com
Kærar kveðjur,
f.h. frjálsíþróttaráðs HSK
Guðmunda Ólafsdóttir, form. Frjálsíþróttaráðs HSK