Karlar: 100m, 300m, 110m gr, 800m, 4x100m boðhlaup, hástökk, þrístökk, spjótkast, sleggjukast.
Konur: 100m, 300m, 100 gr, 800m, 4x100m boðhlaup, hástökk, langstökk, spjótkast, kringlukast.
Skráningarfrestur er til 24:00, Þriðjudaginn 15. maí n.k. Hægt er að skrá sig til kl. 17:00 föstudaginn 18. maí gegn þreföldu skráningargjaldi.
Drög að tímaseðli má sjá á mótaforriti FRÍ
Verðlaun, gjafabréf fyrir tvo á veitingastað, verða veitt fyrir fyrsta sæti í 10 greinum á vegum FRÍ ef þátttakendur í greinunum verða að minnsta kosti fjórir. Jafnframt verður ilmur, svitalyktareyðir og sturtusápa úr Usain Bolt línunni frá PUMA í verðlaun í 100m og 300m hlaupi karla og kvenna . Verðlaunagreinarnar tíu eru eftirfarandi:
100m, 300m, og 800m hlaupi, hástökk og spjótkast hjá báðum kynjum. Í öðrum greinum veitir mótshaldari verðlaun fyrir fyrsta sæti.
Mótið er opið og eru allir velkomnir á Selfossvöll!.
Nánari upplýsingar veita Ólafur Guðmundsson verkefnisstjóri frjálsíþr.ráðs HSK GSM 867-7755 eða á olafur@ml.is og Benóný Jónsson formaður frjálsíþróttaráðs HSK GSM 868-7657 eða á binni@veidimal.is