Vormót Öldunga-ný dagsetning!

Vormót öldunga sem frestað var s.l. laugardag verður haldið laugardaginn 2. júní kl. 13:00 á
kastvellinum við Laugardalsvöll.

Keppt verður í þessum keppnisgreinum í eftirfarandi röð: Sleggjukasti, kúluvarpi, kringlukasti,
spjótkasti og lóðkasti. Röð keppnisgreina verður hin sama og hér fer á undan og hefst keppni í
hverri grein eftir að næstu grein á undan lýkur. Aldursflokkarnir eru 30-34 ára, 35-39 ára o.s.frv.
Keppt verður samtímis í öllum aldursflokkum karla og kvenna í hverri grein um sig. Áætlað er að
keppni ljúki um kl. 16.30

Þeir sem hyggjast nota sín eigin kastáhöld þurfa að mæta með þau til vigtunar í áhaldahús
aðalleikvangs Laugardalsvallar milli kl. 12:00 og 12:30 á keppnisdegi. Athugið að þeir sem ætla að
keppa í lóðkasti þurfa að hafa með sér áhöld en áhöld vegna annarra greina eru til á vellinum.
Keppnisgjald er 750 kr fyrir hverja keppnisgrein. Skráning fer fram á staðnum en einnig má senda
inn skráningu með upplýsingum um fullt nafn, fæðingardag og ár, keppnisgreinar og félag sem
viðkomandi keppir fyrir á netfangið oldungarad@fri.is