Fyrstu utanhússmót sumarsins litu dagsins ljós nú um helgina þegar Fjölþrautarmót KFA og Vormót HSK fóru fram.
Á Vormóti HSK var keppt í fjölmörgum greinum og voru margir keppendur að bæta sinn besta árangur.
Meðal helstu úrslita má nefna að Guðni Valur Guðnason ÍR sigraði í kringlukasti karla með 57,99 m kasti. Í kúluvarpi kvenna 17 ára og yngri sigraði hin efnilega Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu og kastaði hún 15,12 m sem jafnframt er bæting hjá henni. Í langstökki karla sigraði Þorsteinn Ingvarson ÍR með stökki 7,44 m stökki með löglegum meðvind (+1,9 m/s).
Hart var barist í 100 m hlaupi en í karlaflokki sigraði Björgvin Brynjarsson Breiðbliki á tímanum 10,88 sek. Í öðru sæti var Juan Ramon Borges Bosque Breiðabliki á tímanum 10,96 sek og í þriðja sæti var Ívar Kristinn Jasonarson ÍR á tímanum 10,97 sek. Meðvindur mældist yfir löglegum mörkum (+2,3 m/s).
Í 100m hlaupi kvenna sigraði Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR á tímanum 12,04 sek (+0,0 m/s). Í öðru sæti var Tiana Ósk Whitworth ÍR á tímanum 12,07 sek (+0,0 m/s) sem er persónuleg bæting hjá henni og í þriðja sæti var Katrín Steinunn Antonsdóttir ÍR á tímanum 12,47 sek (+2,7 m/s).
Í spjótkasti karla sigraði Örn Davíðsson FH með kasti uppá 71,40 m og í kúluvarpi karla sigraði Guðni Valur Guðnason ÍR með 16,98 m kasti sem jafnframt er bæting hjá honum.
Í spjótkasti kvenna sigraði Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki með kasti uppá 46,46 m sem jafnframt er bæting hjá henni.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af 100m hlaupi karla: