Vorfundur FRÍ

Vorfundur FRÍ fer fram 1. júni frá kl. 18.00-21.30  í fundarsal á 2.hæð  Íþróttamiðstöðvar ÍSÍ í Laugardalnum.
Dagskráin ber keim af þingsamþykkt en einnig verður afreksstefna sambandsins til umræðu en undanfarna mánuði hefur farið fram mikil vinna á vegum ÍSÍ við undirbúning skipulags afreksstarfs á Íslandi til framtíðar. Ljóst er nú að fjármagn til málaflokksins er að aukast.
Á nýloknu Íþróttaþingi var síðan ný afreksstefna samþykkt.
Þó enn hafi ekki verið samþykkt ný reglugerð afrekssjóðs er ljóst í hvað stefnir og mikilvægt að við frjálsíþróttamenn stöndum klár að okkar stefnu og skipulagi í þessum efnum.
Vinsamlegast tryggið að þeir sem hafa aðkomu að afreksmálum komi að fundinum.
Dagskrá:
1. Afreksstefna FRÍ 2017-2024
2. Störf Stjórnar FRÍ frá síðasta formannafundi, alþjóðleg mótaþátttaka og kostnaður
3. Ársreikningur 2016
4. Önnur mál