Vigdís keppti í sleggjukasti á Evrópumeistaramóti 20-22 ára

Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir FH var á meðal keppenda í undankeppni sleggjukasts kvenna sem fram fór í morgun. Vigdís kastaði lengst 57,40 m og endaði í 16. sæti í hópi A. Vigdís á best 61,77 m. Sjá nánari úrslit hér.

Næsta grein þar sem Íslendingur er á meðal keppenda eru undanriðlar í 400 m grindahlaupi kvenna þar sem Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH keppir í 1. riðli og hefst hlaupið kl. 10:30 á íslenskum tíma.