Heiðranir á Frjálsíþróttaþingi

Starfsmerki FRÍ
 
Eir
Haraldur Bóasson
Hallgrímur Arnalds
Friðrikka Björk Illugadóttir
Gísli Pálsson
Guðrún Heiðarsdóttir
Erla Gunnarsdóttir
Sonja Sif Jóhannsdóttir
 
Silfur
Ásbjörn Karlsson
Kristinn Guðlaugsson
Helgi Freyr Kristinsson
Einar Þór Einarsson 
 
Gull
Rósa Marinósdóttir.
Guðmundur Víðir Gunnlaugsson.
Guðrún Ingólfsdóttir
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Gunnar Svavarsson form. byggingarnefndar íþróttamannvirkja í Kaplakrika.
 
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi framlag kvenna
Evrópusambandið hvatti aðildarsambönd sín til að gera meira úr þessu tilefni, en að tilnefna eina konu til  Evrópuverðlaunana. FRÍ tilnefndi Þórdísi Gísladóttur til sérstakrar viðurkenningar til Evrópusambandsins, en hún hlaut síðan útnefningu þess og var afhent sérstök viðurkenning á Frjálsíþróttaráðstefnu í okt. sl. Stjórn FRÍ ákvað að veita sérstökar viðurkenningu fyrir mikið og óeigingjarnt framlag til margra ára í þágu frjálsíþrótta. Þær sem hlutu viðurkenninguna eru: 
 Valgerður Auðunsdóttir, formaður frjálsíþróttaráðs HSK um um langt skeið. Sem slík var hún bæði frumkvöðull og driffjöður í frjálsíþróttastarfi sambandsins í mörg ár og virk í störfum Frjálsíþróttasambandsins. Í hennar tíð sem form. frjálsíþróttaráðs HSK var með eitt öflugasta frjálsíþróttasamband landsins og sigraði m.a. Bikarkeppni FRÍ í tvígang ásamt því að vera með öflugasta liðið á landsmótum UMFÍ. Hún var óþreytandi í að hvetja bæði börn og þjálfara til dáða.
Ragnheiður Ólafsdóttir, hefur verið þátttakandi í frjálsíþróttum frá því snemma á unglingsárum sínum. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í sínum hlaupagreinum, ásamt því að keppa í landsliði í fjölmörg ár og á landsmetin í 800, 1000 og 1.500 m hlaupum. Hún hefur starfað á undanförnum árum sem einn af aðalþjálfurum FH og leitt félag sitt til sigurs í Bikarkeppni FRÍ og í stigakeppni Meistaramótsins, ásamt því að þjálfa fjölda landsliðsmanna og aðra afreksmenn í íþróttinni.
 
Nýr heiðursfélagi
Stjórn FRÍ samþykkti einróma að útnefna Þorvald Jónasson sem heiðursfélaga FRÍ. Hann átti sæti í stjórn FRÍ um margra ára, skeið, keppti undir merkjum KR og og náði prýðisárangri í langstökki. Þorvaldur er mikill áhugamaður um sögu FRÍ, en hann var meðal þeirra sem hefur unnið að flokkun gamalla gagna í vörslu sambandsins. Hann var fyrsti ráðni framkvæmdastjóri FRÍ árið 1970, í hlutastarfi að vetri til en í fullu starfi á sumrin. Hann á því 40 ára "starfsafmæli" á þessu ári.
 
Á myndinni eru þeir einstaklingar sem viðstaddir voru setningu þingsins og gátu veitt viðurkenningum sínum viðtöku, ásamt Ásdísi Höllu Bragadóttur, fráfarandi form. FRÍ til hægri á myndinni. Fjarstöddum viðurkenningarhöfum verða afhendar sínar viðurkenningar við fyrsta hentuga tækifæri.
 
Ljósm. Hafsteinn Óskarsson.

FRÍ Author