Víðtækt landshlutasamstarf í frjálsíþróttum

 Samböndin eru Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH), Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB), Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN), Ungmennafélagið Skipaskagi (USK) Akranesi, Héraðssambandið Hrafnaflóki (HHF) á sunnanverðum Vestfjörðum, Héraðssamband Strandamanna (HSS) og Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK).

Samstarfsaðilar þeirra og aðilar að viljayfirlýsingunni eru Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ).

Frjálsíþróttadeildir sambandanna héldu sameiginlegar æfingar og íþróttamót síðastliðið sumarv Ákveðið var að stíga skrefið lengra og ganga nú til formlegs samstarfs. Fyrir árslok verður gengið frá samningi þar sem samstarfið verður útfært nánar. Samningurinn verður til 3ja ára, til loka ársins 2015.  Verður samningurinn þá endurskoðaður.

Markmið samstarfsins er útbreiðsla og efling frjálsra íþrótta. Að auka ástundun og gera frjálsíþróttir að aðlaðandi og ánægjulegum kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu.

Skipulagðar verða sameiginlegar æfingar, íþróttamót og heimsóknir innan og utan svæðisins. Ætlunin er t.d. að fá utanaðkomandi þjálfara og gesti í heimsókn og leita víðtækari stuðnings við útbreiðslu, æfingar og keppnir.

Aðkoma UMFÍ og FRÍ felst til dæmis í aðstoð á útvegun þjálfara og skipulagningu æfinga og veita annan stuðningi sem fellur innan verksviðs félaganna.

Trú samningsaðila er sá að með samstarfi geti þeir gert meira en hver fyrir sig; boðið börnum og unglingum upp á betri þjónustu og aukið fjölbreytni íþróttastarfsins.

FRÍ Author