Víðavangshlaup íslands og fjölskylduhlaup Ármanns

 Fjölskylduhlaup Ármanns og Víðavangshlaup Íslands
 
Víðavangshlaup Íslands fór fram í blíðskaparveðri við Þvottalaugarnar í Laugardal á laugardaginn. Sigurvegari í karlaflokki varð Kári Steinn Karlsson ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson UFA varð í öðru sæti og ÍR ingurinn Guðni Páll Pálsson varð í þriðja sæti. Í kvennaflokki sigraði Aníta Hinriksdóttir ÍR, Fríða Rún Þórðardóttir varð í öðru sæti og Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni varð í þriðja sæti.
 
Aðrir sigurvegarar dagsins voru:
 
Arna Kristín Árnadóttir Ármanni í flokki stúlkna 12 ára og yngri
 
Björn Þór Gunnlaugsson Ármanni í flokki 13-14 ára pilta
 
Iðunn Björg Arnaldsdóttir ÍR í flokki 13-14 ára stúlkna
 
Gísli Igor Zanen ÍR í flokki 15-17 ára pilta
 
Andrea Kolbeinsdóttir ÍR í flokki 15-17 ára stúlkna
 
Daníel Einar Hauksson FH í flokki 18-19 ára pilta
 
Í stigakeppni félaga sigraði Ármann í flokki 13-14 ára pilta. ÍR bar sigur úr býtum í flokkum 15-17 ára pilta, 15-17 ára stúlkna, kvenna- og karlaflokki.
 
Heildarúrslit mótsins má finna hér.
 
Fyrr um daginn stóð frjálsíþróttadeild Ármanns fyrir fjölskylduhlaupi sínu á sama stað í samstarfi við garðyrkjubændur. Þar gafst áhugasömum kostur á að hlaupa brautina sem notuð var við Víðavangshlaupið. Að loknu hlaupi var boðið uppá þrautir í umsjón þjálfara frjálsíþróttadeildarinnar. Að lokum var svo boðið uppá pylsur í boði SS í brauði frá Myllunni.

FRÍ Author