Víðavangshlaup Íslands á laugardaginn

Skráningar berist í gegnum mótaforrit FRÍ (www.mot.fri.is). Þeir sem ekki hafa aðgang að því geta sent skráningar á eftirfarandi netfang: fridaruner@hotmail.com fyrir miðnætti 9. október Samkvæmt reglugerð FRÍ um Víðavangshlaup Íslands er keppnin öllum opin þó þeir séu ekki skráðir í sérstakt íþróttafélag eða lið.
 
Þátttökugjöld eru kr. 650,- fyrir 16 ára og yngri og kr. 1.250,- fyrir 17 ára og eldri.
Þátttökugjöld skal greiða áður en keppni hefst. Vinsamlega leggið þátttökugjöldin inn á reikning 0319-26-4004, kt:421288-2599 og senda staðfestingu á helgaje@internet.is
 
Keppnisflokkar (m.v. fæðingarár), vegalengdir og tímasetningar eru:
 
Strákar (12 ára og yngri) u.þ.b. 1,0 km 11:00
Stelpur (12 ára og yngri) u.þ.b. 1,0 km 11:10
Piltar (13-14 ára) u.þ.b. 1,0 km 11:20
Telpur (13-14 ára) u.þ.b. 1,0 km 11:30
Meyjar (15-16 ára) u.þ.b. 1,5 km 11:40
Sveinar (15-16 ára) u.þ.b. 3,0 km 11:55
Drengir (17-18 ára) u.þ.b. 3,0 km 11:55
Konur (17 ára og eldri) u.þ.b. 6,0 km 12:15
Karlar (19-39 ára) u.þ.b. 8,0 km 13:00
Öldungar (40 ára og eldri) u.þ.b. 8,0 km 13:00
 
Keppt er bæði í einstaklings- og sveitakeppni, þar sem fjórir skipa hverja sveit nema í öldungaflokki þar sem þrír skipa hverja sveit . Fyrstu þrír í hverjum flokki hljóta verðlaun og fyrsta sveit í hverjum flokki.
 
 
Verðlaunaafhending verður sem fyrst eftir að keppni lýkur í hverjum flokki

FRÍ Author