Framkvæmd hlaupsins er á ábyrgð frjálsíþróttadeildar Ármanns en unnið í samstarfi við Framfarir. Hlaupið er hluti af Víðavangshlauparöð Framfara 2018.
Keppnisstaður og tími:
Hlaupið fer fram í Laugardal í Reykjavík laugardaginn 20. október 2018, kl. 10:00-12:00. Ræst er á tjaldstæðinu og hlaupið verður eftir göngustígum og grasi um tjaldstæðið og þvottalaugarnar. Boðið er uppá búningsaðstöðu í Frjálsíþróttahöllinni. Keppendur skulu mæta í nafnakall við rásmark ekki seinna en 30 mín. áður en hlaup hefst í viðkomandi flokki til að fá afhent keppnisnúmer. Þeir keppendur sem keppa undir merkjum félags skulu klæðast félagsbúningi og bera keppnisnúmer að framan.
Skráningar:
Forskráning fer fram á www.netskraning.is. Íþróttafélögin innheimta skráningargjöldin frá sínum félagsmönnum, þeir sem ekki eru skráðir í íþróttafélag skulu leggja skráningargjaldið inn á reikning 0111-26-105601 kennitala 560169-6719 og setja í tilvísun VÍ2018. Skráningargjaldið er 1.500 krónur. Einnig verður hægt að skrá sig á hlaupdegi allt a 15 mín. fyrir ræsingu, gegn hækkuðu gjaldi.
Keppnisflokkar (m.v. fæðingarár), vegalengdir og áætlaðar tímasetningar. Endanlegur tímaseðill verður sendur út fimmtudaginn 18. október.
Keppnisflokkar | Vegalengd (u.þ.b.) | Ræst kl. |
Piltar og stúlkur (12 ára og yngri) | 1,5 km | 10:00 |
Piltar og stúlkur (13-14 ára) | 1,5 km | 10:15 |
Piltar (15-19 ára) | 6,0 km | 10:30 |
Stúlkur (15-19 ára) | 4,5 km | 10:30 |
Karlar 20 ára og eldri | 9,0 km | 11:15 |
Konur 20 ára og eldri | 7,5 km | 11:15 |
Keppnisfyrirkomulag og verðlaun:
Keppt er bæði í einstaklings- og sveitakeppni, þar sem fjórir skipa hverja sveit. Fyrstu þrír keppendur í hverjum flokki hljóta verðlaun og fyrsta sveit í hverjum flokki. Verðlaunaafhending verður sem fyrst eftir að keppni lýkur í hverjum flokki.
Nafnakall:
Nafnakall fer fram við rásmark 10 mínútum áður en keppni hefst í viðkomandi flokki.
Hlaupstjórn og framkvæmd:
Burkni Helgason, hlaupstjóri
Kristján Þór Hallbjörnsson, ábyrgðarmaður Ármanns
Íris Berg Bryde, innheimta og uppgjörsmál f.h. FRÍ
Katrín Sveinsdóttir, yfirdómari hlaupsins