Víðavangshlaup Íslands fór fram í blíðaskapaveðri

Víðavangshlaup Íslands, sem jafnframt er Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum, fór fram í blíðskapaveðri í Laugardalnum í dag.

Keppt var í 5 flokkum: 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-17 ára, 18-19 ára og fullorðinna.

Í karlaflokki (7,8 km) bar Arnar Pétursson ÍR sigur úr býtum á tímanum 26:59 mín, í öðru sæti var Guðni Páll Pálsson ÍR á 28:05 mín og í þriðja sæti var Kristinn Þór Kristinsson HSK á tímanum 29:05 mín.

Lið ÍR sigraði í sveitakeppni karla og lið Fjölnis sigraði sveitakeppni kvenna.

Í kvennaflokki (6,5 km) bar Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni sigur úr býtum á tímaum 27:44 mín, í öðru sæti var Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á tímanum 28:15 mín og Sesselja Anna Óskarsdóttir Fjölni hafnaði í þriðja sæti á tímanum 31:25 mín.

Í flokki 18-19 ára pilta (5,2 km) sigraði Andri Már Hannesson ÍR á tímanum 19:09 mín og í flokki 18-19 ára stúlkna sigraði Andrea Kolbeinsdóttir ÍR á tímanum 20:26 mínútum.

Í flokki 15-17 ára pilta (2,6 km) sigraði Hlynur Ólason ÍR á tímanum 9:26 mín og í flokki 15-17 ára stúlkna sigraði Iðunn Björn Arnaldsdóttir ÍR á tímanum 10:59 mín.

Í flokki 13-14 ára pilta (2,6 km) sigraði Lárus Örn Birgisson KR á tímanum 5:23 mín og í flokki 13-14 ára stúlkna sigraði Katrín Ósk Arnarsdóttir Fjölni á tímanum 5:23 mín.

Í flokki pilta 12 ára og yngri (1,3 km) sigraði Haukur Bragi Fjalarsson Breiðabliki á tímanum 6:09 mín og í flokki stúlkna 12 ára og yngri sigraði Sara Gunnlaugsdóttir Fjölni á tímanum 5:37 mín.

Öll úrslit mótsins munu fljótlega birtast hér.