Vetter og Stefanidi valin frjálsíþróttafólk Evrópu 2017

Golden Tracks verðlaunaafhengdingin fór fram í Vilníus í Litháen á laugardaginn.

Johannes Vetter frá Þýskalandi og Aikaterini Stefanidi frá Grikklandi voru útnefnd frjálsíþróttafólk Evrópu 2017.

Spjótkastarinn Johannes Vetter er aðeins 24 ára en hefur háð frábærum árangri á sínum ferli. Hann náði næstbesta árangri sögunnar er hann kastaði spjótinu 94,44 m á Spitzenleichtathletik mótinu í Lucerne í Sviss í júlí sl. Vetter varð Heimsmeistari í London í ágúst er hann kastaði 89,89 m í fyrsta kasti.

Stangastökkvarinn Aikaterini Stefanidi hefur átt stórkostlegt ár. Hún stimplaði sig inn sem einn besti stangastökkvari heims þegar hún varð Evrópumeistari innanhúss í Belgrad í mars á þessu ári. Stefanidi sigraði keppnina með 10 cm er hún stökk yfir 4,85 m. Þá varð hún Heimsmeistari utanhúss er hún stökk yfir 4,91 m á Heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Setti hún um leið grískt met og náði besta árangri ársins í stangarstökki kvenna.

400 m grindahlauparinn Karsten Warholm frá Noregi og hástökkvarinn Yuliia Levchenko frá Úkraínu voru útnefnd rísandi frjálsíþróttastörnur Evrópu. Warholm varð Heimsmeistari í 400 m grindahlaupi í London í sumar og Levchenko varð Evrópumeistari innanhúss, Evrópumeistari U23 ára og hafnaði í 2. sæti á Heimsmeistaramótinu í London.

Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var viðstaddur athöfnina fyrir hönd FRÍ.

Freyr ásamt Sebastian Coe, Aikaterini Stefanidi og þjálfara hennar.

 

Freyr ásamt Karsten Warholm og kærustu hans.