Vetrarkastmóti frestað

Evrópska vetrarkastmótið sem átti að fara fram 13.-14. mars í Leiria, Portúgal, hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Þessi ákvörðun var tekin af skipulagsnefnd leikana en heilbrigðisráðuneyti Portúgals mældi með því að fresta vegna ástandsins í landinu vegna farsóttar.

Evrópska frjálsíþróttasambandið mun fylgjast vel með gangi mála og meta síðar hvaða dagsetning kemur til greina til að halda mótið.