Vésteinn fær viðurkenningu EAA

Árangur Kanters er einnig vel kunnugur. Gull á Ólympíuleikunum 2008, brons á leikunum nú í sumar, heimsmeistari 2007, silfur og brons á HM 2009 og 2011 og sigurvegari á lokamótum IAAF 2007 og  2008, en þessi upptalning er ekki tæmandi. Vésteinn var líka landsliðsþjálfari okkar um skeið og sinnti þjálfu nokkurra íslenskra afreksmanna, þar á meðal Magnúsi Aroni Hallgrímssyni. Vésteinn hefur einnig sinnt fræðslumálum vel og haldið nokkra fyrirlestra á því sviði, bæði hér á landi og erlendis og verið öðrum góð fyrirmynd í íþróttinni, segir m.a. í umsögn um Véstein af þessu tilefni.

Alls var 51 þjálfara frá 30 löndum veitt þessi viðurkenning að þessu sinni, en meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu nú, var spjótkastþjálfarinn Jan Zelezny sem m.a. þjálfar Barboru Spotakovu spjótkastara sem vann gull á síðustu Ólympíuleikum og Evrópumeistarans í spjótkasti frá Helsinki í sumar, Viteslav Vesely .

FRÍ Author