Fyrsta stigið nefist á ensku, „Kids’ Athletics“ eða „Krakkafrjálsar“ og er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 6-13 ára. Markmið með Kids Athletics er að gera þátttöku í frjálsíþróttum skemmtilega og börn og unglinga njóti þess að stunda heilbrigða og skemmtilga íþrótt ásamt því að læra helstu undirstöðuatriði íþróttarinnar og byggja sig upp líkamlega í leiðinni.
Um er að ræða efni frá Alþjóða frjálsíþróttasambandininu (IAAF) og af tilefninu kom sérstaklega hingað til lands yfirleiðbeinandi IAAF Malek El-Hebil og hafði umsjón með námskeiðinu.
Aðalmarkmið námskeiðsins var að kynna Kids Atheltics fyrir þátttakendum, farið var yfir framkvæmd á Kids Athletics viðburði. Um 60 börn úr Laugarnesskóla mættu á þriðja degi þar sem þau fóru í gegnum fjölþrautaræfingar Kids Athletics.
Námskeiðið átti upphaflega að standa í sex daga, en vegna góðrar þekkingar og reynslu þátttakenda, var hægt að stytta námskeiðið um einn dag. Kröfur um þátttöku voru að iðkomandi væru annað hvort starfandi í frjálsíþróttaþjálfun eða störfuðu við íþróttakennslu og/eða væru með nokkurra ára reynslu við íþróttaþjálfun eða íþróttakennaramenntun.
Þáttakendur komu víða að af landinu, Akureyri, Egilsstöðum, Grindavík og af höfuðborgarsvæðinu. Þau sem tóku þátt voru: Alberto Borges, Guðmundur H. Jónsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Gunnhildur Hinriksdóttir, Hlynur C. Guðmundsson, Lovísa Hreinsdóttir, María Aldís Sverrisdóttir, Soffía T. Tryggvadóttir, Þórdís L. Gísladóttir, Þórunn Erlingsdóttir og Þráinn Hafsteinsson.