Vel heppnuð Íþróttahátíð og Héraðsleikar HSK í frjálsíþróttum

Um 95 krakkar frá 8 félögum mættu til keppni og reyndu með sér í langstökki, hástökki, kúluvarpi, spjótkasti, 100m hlaupi, 800m hlaupi, 80m grindahlaupi og 4x100m boðhlaupi. Þetta eru um helmingi fleiri keppendur en í fyrra sem er mjög ánægjuleg þróum og sýnir að frjálsar eru í sókn hjá HSK.  Í tilefni að því að Héraðssambandið Skarphéðinn er 100ára á árinu hófust mótin á skrúðgöngu íþróttafólks inn á frjálsíþróttavöllinn þar sem endað var á fánahyllingu. Gerður var góður rómur að skrúðgöngunni þannig að einhverjar líkur eru á því að hún verðir að árvissum viðburði.
Keppendur á Héraðsleikum (10 ára og yngri) máttu keppa í 3 greinum; 60m hlaupi, langstökki og 400m hlaupi. Á Íþróttahátiðinni (aldursflokkamótinu) mátti hver þátttakandi keppa í 5 greinum auk 4x100m boðhlaups. Þar voru 2 keppendur sem unnu allar greinarnar sem þeir kepptu í og voru þar af leiðandi stigahæstu einstaklingar mótsins. Sigþór Helgason Selfossi, 13ára sem vann: 100m, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast auk þessa að vera í sigursveit Selfoss í boðhlaupinu og svo Andrea Vigdís Victorsdóttir Selfossi, 13ára sem vann sömu greinar auk boðhlaups.
Best afrekið á íþróttahátíðinni var hjá Guðrúnu Heiðu Bjarnadóttur Selfossi fyrir langstökk 5,24m. og Sigþór Helgaon Selfossi fyrir spjótkast 42,59m. Á Héraðsleikunum fengu allir keppendur verðlaunapening fyrir þátttökuna. Selfoss sigraði svo heildarstigakeppni milli félaga, örugglega,  með 402,5 stig, Dímon í 2. sæti með 133,5 stig og Laugdælir í þvi 3. Með 122,5 stig. Mikið var um ágætis árangra og keppnisgleðin skeið úr hverju andliti.
Úrslit mótsins má sjá hér á í mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author