Vel heppnaðir Silfurleikar ÍR

Fjörgur aldursflokkamet voru sett á mótinu. Bjarki R. Bjarnason frá Selfossi setti nýtt met í 60 m hlaupi flokki 13 ára pilta, en hann kom í mark á tímanum 7,77 sek. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR setti met í 800 m hlaupi 15 ára flokki stúlkna þegar hún kom í mark á 2:13,38 mín. Félagi hennar úr ÍR Stefán Velimir setti met flokki 16-17 ára pilta meða kasti upp á 15,99 m. Reynir Zoega úr Breiðablik setti met í þrístökki 12 ára pilta 11,17 m, en fyrra metið var 10,53 m.
 
Á þessu móti er boðið uppá sérstaka keppni í þrautarbraut sem um 180 börn tóku þátt í. Þrautarbrautin samanstendur af ýmsum frálsíþróttagreinum og er hugsuð yngri börnum. Fjölbreytt aldurssamsetning keppenda var mjög mismunandi, allt frá börnum fædd árið 1996-2006.
 
Mótið er haldið til heiðurs afreki Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melborne árið 1956, en hann vann þar fyrstur Íslendinga til verðlauna á Ólympíuleikum. Það er eitt af umfangsmestu frjálsíþróttamótum ársins, en alls voru um eitt hundrað sjálfboðaliðar starfandi á mótinu á laugardag.
 
Öll úrslit af mótinu er hægt að sjá hér á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author