Vel heppnaðar æfingabúðir hjá UÍA

Óðinn Björn naut fullthingis þeirra Elínar Ránar Björnsdóttur, Hildar Bergsdóttur, Lovísu Hreinsdóttur og Mekkinar Bjarnadóttur við þjálfunina, en boðið var upp á fjölbreyttar og fjörugar æfingar.
 
Óðinn hélt einnig fyrirlestur fyrir hópinn þar sem hann kom inn á frjálsíþróttaferil sinn, æfingar, mataræði, hugarþjálfun, markmiðssetningu og fleira sem gott er að kunna skil á. Auk þess hitti Óðinn krakkana í Úrvalshóp UÍA í frjálsum sérstaklega og ræddi við eitt og annað tengt þátttöku í stórmótum og leiðina að settum markmiðum, segir í fréttatilkynningu frá UÍA.

FRÍ Author