Vegna COVID-19

Á þessum fordæmalausu tímum vill FRÍ benda aðildafélögum sínum á að fylgja þeim reglum sem nú gilda sem íslensk stjórnvöld hafa sett með takmörkunum á samkomum. ÍSÍ hefur gefið út tilkynningu en hana má finna hér.

Mótaskrá FRÍ er því birt með fyrirvara og mun FRÍ birta tilkynningar um frestanir á mótum um leið og þær berast.

Á sama tíma og FRÍ biður ykkur um að vera skynsöm og fylgja reglum samkomubannsins þá minnum við á hversu mikilvæg hreyfing er fyrir heilsuna.